Hráefni
1 pk Anamma sojahakk (450 g) Einnig hægt að nota annað soyahakk, en gætið þess að það sé ekki fullt af aukaefnum og/eða sykri.
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1/4 bolli hrísmjöl
1/4 bolli haframjöl (glútenlaust)
2 kúfaðar msk tapioka
3 msk vatn
2 tsk ítalskt krydd, frá Kryddhúsinu
1/2 tsk chilliduft
2 msk næringarger
salt og svartur pipar
ólífuolía til steikingar
Aðferð
Hitið ofninn í 220°C.
Hreinsið og saxið lauk og hvítlauk smátt.
Hrærið tapiokað saman við vatnið.
Setjið lauk og hvítlauk á miðlungs heita pönnu með ólífuolíu. Látið það aðeins taka sig og bætið síðan hakkinu út í. Ekki láta þetta brúnast, bara steikja í stutta stund.
Hrærið kryddi og næringargeri saman við á pönnunni og síðan hrísmjöli, haframjöli og tapiokablöndunni.
Takið pönnuna af hellunni og látið blönduna kólna nógu mikið að þið getið mótað bollurnar með höndunum.
Á meðan er fínt að gera tómastsósuna, t.d. þessa HÉR, án hakksins. Eða ÞESSA, án kúrbíts.
Þegar hakkið er orðið volgt mótið þá bollur úr því og raðið þeim á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hafið bollurnar frekar litlar, þá hanga þær betur saman. Kreistið bollurnar í lófunum og rúllið aðeins. Farið eftir tilfinningunni, en það þarf sem sagt að kreista laust til að þær mótist, þar sem einu bindiefnin eru tapioka og haframjöl.
Setjið bökunarplötuna í heitan ofninn og bakið í u.þ.b. 20 mínútur.
Setjið bollurnar saman við tómatsósuna og leyfið þeim að hvíla þar meðan þið sjóðið pasta. Ég nota glútenlaust.
Færið upp á disk og skreytið með basilíku eða steinselju. Það er líka gott að rífa vegan parmesan ost út á.
Ath. Ef haframjöl fer illa í ykkur má sleppa því og auka við tapiokað í staðinn. Hafa matskeiðarnar þrjár. Bollurnar verða aðeins lausari í sér en jafn bragðgóðar.
Þið getið notað þau krydd sem ykkur finnst góð og það er líka gott að bæta kryddjurtum út í hakkið.
Þessar bollur er líka ljómandi að borða með kartöflusósu og brúnni sósu.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.