Pasta bolognese 

pasta bolognese 5

Hráefni

400 g sojahakk 

1-2 stk laukur

4-6 hvítlauksrif

1 og 1/2 rauður chilli

2 dósir saxaðir, lífrænir tómatar

2 msk tómatþykkni, lífrænt

1 tsk oregano, frá Kryddhúsinu

1 tsk ítalskt krydd, frá Kryddhúsinu

1 tsk chilli flögur, frá Kryddhúsinu

1 lúka fersk basilíka

salt og svartur pipar

1/2 bolli vatn (eða rauðvín)

olía til steikingar

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Hreinsið og saxið lauk, hvítlauk, chilli og basilíku. Skiljið eftir nokkur lauf af basilíkunni til að skreyta. Steikið lauk, hvítlauk og chilli um stund á heitri pönnu og þegar það hefur aðeins tekið lit er hakkinu blandað saman við og brúnað áfram. Það brúnast ekki jafn vel og kjöthakk, en það gerir ekki til. Kryddið sett saman við og  blandan látin steikjast aðeins meira áður en tómatþykkni, tómatar og vatn fara út í. 

Allt látið malla í u.þ.b. 20 mínútur.

Nú orðið eru til margar gerðir af glútenlausu pasta, þið notið bara það sem ykkur finnst best. Pasta sem er búið til úr hrísgrjónum (brown rice pasta) er líkast þessu hefðbundna. Mér finnst sumar tegundir af pasta úr kjúklingabaunamjöli gott líka, sem og úr kínúa. 

Þetta er spaghetti úr edamane baunum og spirolinu. Mikið þarabragð að því svo það er ekki allra. En ég er ævintýragjörn 🙂
Hrísgrjónapasta. Sumar tegundir smakkast það vel að ef það er soðið rétt og sósan góð, finnur maður varla mun á því og venjulegu pasta. Gott að rífa vegan parmesan yfir.

 

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.