Hráefni
1 dós túnfiskur í vatni
1-2 egg
2-3 msk vegan mayo
1 msk capers
1/2 tsk indverskt karrý frá Kryddhúsinu
1/2 tsk chilli duft frá Kryddhúsinu
salt og svartur pipar
Aðferð
Harðsjóðið eggin. Setjið þau strax í kalt vatn eftir 12 mínútur.
Á meðan eggin eru að sjóða og kólna er vegan mayo búið til eins og sýnt er HÉR.
Setjið vegan mayo-ið í skál og hrærið kryddinu saman við.
Þrýstið vatnið frá túnfisknum og setjið hann ásamt niðurskornum eggjum og matskeiðinni af capers út í mayo-ið og blandið vel saman.
Nú er mjög misjafnt hversu þykkt fólk vill hafa túnfisksalat, svo þið notið meira eða minna af mayo, eggjum og túnfiski eftir smekk. Sama gildir um kryddið. Ekkert heilagt þar.
Ég borða þetta salat ekki oft þar sem það inniheldur bæði egg og túnfisk, en að njóta þess að borða það stöku sinnum hefur verið í góðu lagi.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.