Þrusugóðir þorskhnakkar með Mabrúka kryddi

Hráefni

600 g fiskhnakkar

10 stk cherry tómatar

1 stk fennel

1 handfylli sykurbaunir

5-6 sveppir

5 litlar paprikur

2 msk Fiskikrydd frá Mabrúka

1 msk Sítrónublanda frá Mabrúka

2 msk ólífuolía

salt og svartur pipar

basilíkulauf og límónusneiðar til skreytingar ef vill

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.

Aðferð

Blandið kryddinu frá Mabrúka saman við ólífuolíuna og nuddið leginum á vel snyrta þorskhnakkana. Látið marinerast í a.m.k. hálftíma.

Sneiðið fennel fínt og sveppina gróft. Skerið paprikuna í strimla og tómatana í tvennt. 

Steikið grænmetið í stutta stund í olíu á heitri pönnu, sem má fara í ofn. Kryddið örlítið með salti og svörtum pipar.

Raðið fiskinum yfir grænmetið á pönnunni og setjið pönnuna undir grillið í ofninum í u.þ.b. 5-6 mínútur. 

Takið pönnuna úr ofninum og látið hvíla aðeins. Skreytið með basilíkulaufum og límónusneiðum. 

Með þessum rétti er gott að hafa grænt salat, en þeir sem það vilja geta líka haft kartöflur eða hrísgrjón með. 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.

Í uppskriftina notaði ég Fiskikrydd og Sítrónublöndu. Innihaldslýsing;

Fiskikrydd; 20% handtínt zaatar, 10% ferskur svartur pipar, 20% náttúrulegt óunnið salt, 20% handgerður sítrónubörkur, 20% tabel blanda og 10% mynta.

Sítrónublanda;  40% ferskur svartur pipar, 30% sítrónubörkur og 30% náttúrulegt, óunnið salt.

 

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.