Sveppasúpa

Á þessum árstíma er vinsælt að týna sveppi úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér er ljómandi fín sveppasúpa svo þið getið nýtt sveppina ykkar. Hinir nota bara kastaníusveppi eins og ég, nú eða einhverja aðra sveppi í uppáhaldi.

Hráefni

400 g kastaníusveppir, (má nota aðrar tegundir)

3 hvítlauksgeirar

2 skarlottulaukar

1 tsk Herbes de Provence, frá Kryddhúsinu

1 grein garðablóðberg

1 grein rósmarín

1 dl hvítvín (má sleppa)

1 l haframjólk, frá Oatly

500 ml hafrarjómi, frá Oatly

1 tsk tapioka

2 msk næringarger

ólífuolía til steikingar

salt og svartur pipar

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Oatly.

Aðferð

Hreinsið og saxið hvítlauk og skarlottulauk fínt. Skerið kastaníusveppina í sneiðar.

Steikið skarlottulauk og sveppi aðeins í stórum potti. Setjið hvítlaukinn saman við í lokin. Hann má ekki brúnast. Herbes de Provence kryddið fer líka út í undir lokin á steikingunni.

Hellið hvítvíninu út í og látið það sjóða aðeins niður. Ef þið notið ekki hvítvín, áfengt eða óáfengt, sleppið þið þessu stigi bara.

Hellið haframjólk og hafrarjóma saman við og líka kryddjurtirnar. Látið súpuna malla við lágan hita í u.þ.b. 20 mínútur.

Hrærið tapiokað út í pínu vatni þannig að það sé kekkjalaust og blandið saman við súpuna. Látið hana sjóða í 1-2 mínútur til viðbótar.

Ath. að ekki er tryggt að hafravörurnar frá Oatly séu úr glútenlausum höfrum. Ég þoli þær vel, en svo er ekki með alla sem eru með glútenóþol. Hægt að nota möndlumjólk og þykka hluta kókosmjólkur í staðinn ef þið þolið ekki hafra. Jafnmikið af möndlumjólk, en það er mjög misjafnt eftir tegundum af kókosmjólk hvað þið þurfið mikið. Prófið ykkur bara áfram.

 

Ef þið viljið gera hátíðarútgáfu af súpunni er hægt að nota púrtvín í stað hvítvínsins.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Oatly.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.