Súpa undir Mexíkóskum áhrifum 

Hráefni

1 laukur

4 hvítlauksrif 

1 rautt chilli 

1/2 tsk cayenne pipar

1 tsk chilli duft

salt og svartur pipar

2 msk heimatilbúið grænmetissoð eða lífrænn grænmetisteningur (fyrir þá sem ekki þola sykur er mikilvægt að nota tegund sem er án hans)

2 dósir saxaðir tómatar, lífrænir og án aukaefna

2 l tómatsafi, lífrænn og án aukaefna

vatn ef þarf

2 msk ólífuolía

Þessi grein var unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Hreinsið og saxið lauk og hvítlauk. Skerið chilli í þunnar sneiðar. Ef þið eruð ekki fyrir mjög sterkan mat skuluð þið fræhreinsa það fyrst og minnka magn af cayenne pipar og chilli dufti. 

Setjið olíuna í stóran pott (ca 5 l) og hitið. Þegar olían er orðin nokkuð heit er laukur, hvítlaukur og chilli látið taka sig aðeins í henni. Á ekki að brúnast. 

Bætið grænmetistengingi (eða soði) og kryddi saman við og hrærið aðeins saman. 

Síðan fara niðursoðnu tómatarnir og tómatsafinn saman við og eftir það er allt látið malla við vægan hita í 45 mínútur. 

Smakkið til. Ef hún er of sterk bætið þið vatni út í en ef hún er ekki nógu sterk meira kryddi. Athugið að tómatsafi í flöskum er oft mun þykkari en sá sem fæst í fernum. 

Borin fram með glútenlausu snakki úr baunum eða cassava og vegan sýrðum rjóma. Það er líka mjög gott að setja avocado bita út í súpuna ef þið viljið gera hana matarmeiri.

 

 

Þessi grein var unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.