Súkkulaðihraun með hnetublöndu, poppuðu kínúa og trönuberjum

Hráefni

100 g 100% súkkulaði (þeir sem vilja geta notað 85%, en þá er kakósmjör óþarfi)

1 msk kakósmjör

1/2 msk kókosolía

12 dropar stevía eða monkfruit 

1 tsk vanilla eða hálf hreint vanilluduft

1 bolli hnetublanda, t.d. möndlur, kasjú-, pekan- val- og heslihnetur

1/2 bolli poppað kínúa (fæst tilbúið)

1/4 bolli trönuber

Aðferð

Kakósmjör og kókosolía brædd í litlum skaftpotti við vægan hita og súkkulaðið síðan brætt saman við. Ef þið viljið vera örugg um að hitinn verði ekki of mikill bræðið yfir vatnsbaði. Allt hitt sett út í og hrært vel saman. Hellt á plötu með bökunarpappír, þrýst niður svo bitarnir verði frekar þunnir, og látið stífna. Ég skelli plötunni oftast í frysti. Brotið niður í hæfilega bita.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.