Súkkulaði með þurrkuðum hindberjum

Hráefni

70 g 85 – 100% súkkulaði

15 g kakósmjör (eða vegan smjör)

1 tsk kókosolía, bragðlaus

2 tsk þurrkuð hindber,

1 bolli pecan hnetur

1/2 bolli glútenlaust haframjöl

1/2 bolli poppað kínúa

6 dropar karamellu stevía

1 tsk hreint vanilluduft

1/2 tsk salt (ef vill)

Þurrkuð hindber til að dreifa yfir, magn er smekksatriði

Aðferð

Saxið pecan hnetur miðlungs gróft.

Bræðið saman súkkulaði og kakósmjör (eða vegan smjör) við mjög lágan hita. Gætið þess að blandan byrji ekki að sjóða.

Bætið við stevíudropum, salti, vanillu og þurrkuðu hindberjunum í lokin þegar allt er bráðnað saman. Blandið hnetum, poppuðu kínúa og haframjöli út í og hrærið vel saman við. Setið á plötu með bökunarpappír og þjappið vel svo bitarnir verði ekki þykkir. Dreifið afgangnum þurrkuðum hindberjum yfir og þrýstið þeim aðeins niður í súkkulaðiblönduna.

Frystið í a.m.k. 2 klst og brjótið niður rétt áður en nammið er borið fram. Geymist vel í frysti.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.