Suddalega góður sítrónubúðingur

Hráefni

1 pk (300 g) silken tofu

1-2 sítrónur – 1 tsk börkur og 1/8 bolli safi

1-3 msk yacon síróp

1 bolli þeyttur hafrarjómi, frá Oatly

1/2 tsk hreint vanilluduft

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Oatly.

Aðferð

Takið silken tofu úr ísskápnum, setið það í sigti og leyfið vatninu að leka af. Gætið þess að tofu-ið sé við stofuhita þegar þið byrjið að vinna með það. Athugið að silken tofu er mýkra en þetta sem flestir kannast við og því tilvalið í eftirrétti.

Rífið börkinn af sítrónunum og kreistið úr þeim safann.

Þeytið hafrarjómann. Setjið vanilluduftið saman við hann áður en þið þeytið.

Setjið silken tofu í matvinnsluvél eða blandara og látið tækið ganga þar til tofu-ið er mjúkt. Bætið þá sítrónusafa, berki og yacon sírópi saman við og blandið. Bætið að lokum þeytta hafrarjómanum út í og látið ganga þar til blandan er silkimjúk. Stoppið einu sinni eða tvisvar til að skafa hliðarnar með sleikju. Þið getið smakkað til að athuga hversu sæta þið viljið hafa blönduna. Smekkurinn er svo misjafn.

Skiptið í eftirréttaskálar eða glös og kælið í ísskáp í a.m.k. 4 klst.

Skreytið með ferskum berjum, ávöxtum, granóla eða hverju sem ykkur dettur í hug. Ég prófaði ferskjujarðarber og líka afbrigði sem er blanda af jarðar- og hindberjum.

Bláber eru einstaklega góð með sítrónubragðinu nú og granóla fer vel með, svo einhver dæmi séu nefnd.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Oatly.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.