Steinbítur með kryddi frá Mabrúka og salati með radísum og mangó

Góð krydd eru gulli betri. Á langri ævi hef ég lært að ferskt hráefni og góð krydd eru undirstaða allrar matargerðar. Safa Jemai er frábær frumkvöðull og kjarnakona, sem rekur fyrirtækið Mabrúka. Kryddin sem hún flytur inn frá Túnis eru handgerð og alveg einstök. Ekki ódýr, en upplögð sem sparikrydd. Safa kom í heimsókn í gróðurhúsið mitt og ég bað hana að segja mér aðeins frá upphafinu að þessu ævintýri.

Í uppskriftina notaði ég Fiskikrydd og Sítrónublöndu. Innihaldslýsing;

Fiskikrydd; 20% handtínt zaatar, 10% ferskur svartur pipar, 20% náttúrulegt óunnið salt, 20% handgerður sítrónubörkur, 20% tabel blanda og 10% mynta.

Sítrónublanda;  40% ferskur svartur pipar, 30% sítrónubörkur og 30% náttúrulegt, óunnið salt.

Hráefni 

400-500 g steinbítur, roð- og beinlaus

10 g fiskikrydd, frá Mabrúka 

 4 g sítrónublanda, frá Mabrúka 

ólífuolía, sletta í marineringuna og ennfremur til steikingar

klípa af vegan smjöri

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Mabrúka. Kryddin eru án aukaefna, handgerð og handpökkuð. Umbúðirnar umhverfisvænar.

Aðferð

Skerið fiskinn í bita og setið á fat. Dreifið kryddinu yfir og slettu af ólífuolíu. Blandið vel saman þannig að kryddið þeki fiskinn. Látið hvíla í a.m.k. klukkustund.

Steikið á snarpheitri pönnu þar til steinbíturinn er á góðri leið með að verða hvítur í gegn. Hafið hann í mun styttri tíma á hinni hliðinni. Tímalengd fer eftir þykkt bitans, en það er mikilvægt að steikja fisk ekki það lengi að hann verði þurr. Setjið klípu af vegan smjöri út í pönnuna í lokin.

Gott að bera fram vel af grænu salati með fiskinum. Setja út í það örþunnar radísusneiðar og litla mangóbita. Notið ólífuolíu, salt og svartan pipar út á salatið eða þá dressingu sem ykkur líkar. Mjög gott að hafa vinaigrette.

Skjaldfléttublómin sem ég skreytti með eru af plöntu sem óx upp frá fræjum sem ég setti niður í vor. Það gleður.

Auðvitað er líka hægt að nota annað meðlæti, svo sem kartöflur, hrísgrjón eða bakað grænmeti. Einnig virkar þessi kryddblanda vel með öðrum hvítum fiski, þó steinbíturinn sé einstaklega ljúffengur í þessu samhengi.

Athugið að það þarf hvorki að salta né pipra fiskinn þar sem það er nægt magn í kryddblöndunum. Gerði þau mistök fyrst að salta og þá varð rétturinn of saltur. 

Að lokum bað ég Söfu að segja mér aðeins frá því hvenær og hvers vegna hún kom til Íslands.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.