Spaghettí með rauðu pestói og bakaðir tómatar

Hráefni

250 g hrígrjóna spaghettí, frá Rapunzel

20-25 cherry tómatar, gjarnan á greinum en ekki nauðsynlegt

ólífuolía

salt og svartur pipar

rautt pestó, sjá uppskrift fyrir neðan

1/2 bolli vatn af spaghettí-inu, eða úr krananum

Aðferð

Setjið mikið vatn í miðlungs stóran pott og komið upp suðunni. Setjið spaghettí-ið útí og sjóðið í 10-12 mínútur. Sigtið vatnið frá spaghettí-inu og takið 1/2 bolla af því frá fyrir sósuna.

Raðið tómötunum á bökunarplötu og setjið smá ólífuolíu á þá. Kryddið með pínu salti og vel af svörtum pipar. Bakið í 200 °C heitum ofni í 15-20 mínútur. 

Meðan spaghettí-ið er að sjóða og tómatarnir í ofninum er fínt að gera pestóið. Má samt gera það löngu fyrr ef út í það er farið. 

Rautt pestó

Hráefni

1 krukka sólþurrkaðir tómatar (tómatar og olía 285 g, þar af tómatar ca. 145 g)

1/4 bolli vatn

1/4 bolli graskersfræ, frá Rapunzel

30 g fersk basilíka

2-3 hvítlauksgeirar

1/2 tsk chilli flögur, frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Rapunzel og Kryddhúsið

Aðferð

Afhýðið hvítlaukinn og skerið í grófa bita. Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Hversu mikið fer eftir smekk. Mér finnst gott að hafa pestóið dulítið gróft.

Takið helminginn af pestóinu og setjið í krukku og hinn helmingurinn fer í stóran skaftpott. Krukkan fer í ískápinn og nýtist síðar, t.d. sem álegg á brauð, pizzusósa eða til að bragðbæta soðin hrísgrjón.

Blandið 1/2 bolla af pastavatni, eða vatni, saman við pestóið í skaftpottinum og hitið. Þegar það hefur samlagast og suðan er rétt að koma upp er spaghetti-inu blandað vel saman við þessa fínu pastasósu.

Fært upp á diska og nokkrum af bökuðu tómötunum raðað ofan á hvern þeirra. Gott að rífa vegan parmesan ost yfir og ég skreytti líka með basilíku.

Það er hægt að nota hvaða pasta sem er í þennan rétt, en hrísgrjónaspaghettí-ið frá Rapunzel er líkast þessu sígilda finnst mér, bæði hvað varðar bragð og áferð.

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Rapunzel og Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.