Best er að byrja á að sjóða núðlurnar, gera síðan dressinguna og því næst snöggsteikja grænmetið. Rétturinn er fínn sem grænmetisréttur, en þeir sem vilja geta haft fisk með.
Hráefni
170 g hrísgrjónanúðlur (vigt miðuð við ósoðnar)
Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum, sigtið vatnið frá, og geymið.
Dressing
Hráefni
200 g ólífuolía (ekki extra virgin)
20 g sesamolía
1 sítróna, safinn
1 msk sítrónublanda, frá Mabrúka
50 g skalottlaukur,
30 g vorlaukur,
40 g engifer, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar
1/2-1 chilli
10 g kóríander, ferskur
1 tsk sesamfræ
örlítið salt
Aðferð
Hreinsið og saxið engifer, hvítlauk, skalottlauk, vorlauk og chilli. Fræhreinsið chilli ef þið viljið ekki hafa dressinguna mjög sterka. Eins má sleppa chilli og/eða kóríander ef vill.
Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og látið ganga þar til dressingin er nokkurn veginn kekkjalaus. Má þó alveg vera pínu gróf.
Snöggsteikt grænmeti með próteinblöndu
Hráefni
1 rauð paprika
150 g spergilkálssprotar
170 g gulrætur
70 g skalottlaukur
100 g Pak Choi, lítil íslensk
80-100 g Próteinblanda frá Ecospíra, (mung-,linsu- og fenugreekspírur)
Aðferð
Skerið skalottulauk, gulrætur og papriku í fíngerða strimla.
Setjið svolitla dressingu á snöggheita pönnu og steikið grænmetið upp úr henni í smástund, eða þar til það er aðeins byrjað að mýkjast. Þá blandið þið próteinblöndunni saman við.
Síðan fara spergilkálssprotarnir út í og eftir 1-2 mínútur Pak Choi. Það þarf mjög litla steikingu. Blandið meiri dressingu saman við eftir þörf og smekk.
Þorskur
Hráefni
600 g þorskur
ólífu olía
2-3 msk sesamfræ
1 msk sítrónublanda, frá Mabrúka
Aðferð
Forhitið grillið í ofninum
Skerið fiskinn í bita. Blandið saman sesamfræum og sítrónublöndu. Veltið fiskinum upp úr olíu og fræblöndunni.
Raðið bitunum í ofnfast form og setjið undir grillið í 5-7 mínútur. Látið hvíla aðeins áður en maturinn er borinn fram.
Blandið núðlunum saman við grænmetið á pönnunni og setjið meiri dressingu ef þarf. Ef þið ætlið að borða fisk er fallegt að leggja hann ofan á.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra og Mabrúka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.