Snöggsteikt grænmeti með próteinblöndu og núðlum, þorskur fyrir þá sem vilja

Best er að byrja á að sjóða núðlurnar, gera síðan dressinguna og því næst snöggsteikja grænmetið. Rétturinn er fínn sem grænmetisréttur, en þeir sem vilja geta haft fisk með.

Hráefni

170 g hrísgrjónanúðlur (vigt miðuð við ósoðnar)

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum, sigtið vatnið frá, og geymið.

Dressing

Hráefni

200 g ólífuolía (ekki extra virgin)

20 g sesamolía

1 sítróna, safinn

1 msk sítrónublanda, frá Mabrúka

50 g skalottlaukur,

30 g vorlaukur,

40 g engifer, saxaður

2-3 hvítlauksgeirar

1/2-1 chilli

10 g kóríander, ferskur

1 tsk sesamfræ

örlítið salt

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra og Mabrúka.

Aðferð

Hreinsið og saxið engifer, hvítlauk, skalottlauk, vorlauk og chilli. Fræhreinsið chilli ef þið viljið ekki hafa dressinguna mjög sterka. Eins má sleppa chilli og/eða kóríander ef vill.

Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og látið ganga þar til dressingin er nokkurn veginn kekkjalaus. Má þó alveg vera pínu gróf.

Próteinblandan er blanda af spíruðum baunum, ertum, linsum og fræjum (breytilegt eftir árstíðum), m.a úr mungbaunum, grænum ertum, kjúklingabaunum, mismunandi tegundum linsa og fenugreek.

Snöggsteikt grænmeti með próteinblöndu

Hráefni

1 rauð paprika

150 g spergilkálssprotar

170 g gulrætur

70 g skalottlaukur

100 g Pak Choi, lítil íslensk

80-100 g Próteinblanda frá Ecospíra, (mung-,linsu- og fenugreekspírur)

Prótínspírur 500g

Aðferð

Skerið skalottulauk, gulrætur og papriku í fíngerða strimla.

Setjið svolitla dressingu á snöggheita pönnu og steikið grænmetið upp úr henni í smástund, eða þar til það er aðeins byrjað að mýkjast. Þá blandið þið próteinblöndunni saman við.

Síðan fara spergilkálssprotarnir út í og eftir 1-2 mínútur Pak Choi. Það þarf mjög litla steikingu. Blandið meiri dressingu saman við eftir þörf og smekk.

Þorskur

Hráefni

600 g þorskur

ólífu olía

2-3 msk sesamfræ

1 msk sítrónublanda, frá Mabrúka

Aðferð

Forhitið grillið í ofninum

Skerið fiskinn í bita. Blandið saman sesamfræum og sítrónublöndu. Veltið fiskinum upp úr  olíu og fræblöndunni.

Raðið bitunum í ofnfast form og setjið undir grillið í 5-7 mínútur. Látið hvíla aðeins áður en maturinn er borinn fram.

Blandið núðlunum saman við grænmetið á pönnunni og setjið meiri dressingu ef þarf. Ef þið ætlið að borða fisk er fallegt að leggja hann ofan á.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra og Mabrúka.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.