Smákökur með súkkulaði og möndlum, sítrónubragði eða sultu

Það er sami grunnurinn í öllum uppskriftunum hér fyrir neðan, en aðferðin er aðeins mismunandi. Vegan útgáfa þeirra er svolítið grófari og pínu erfiðara að meðhöndla deigið. Þær verða því ekki eins fallegar en ljómandi bragðgóðar. 

Súkkulaðibitakökur með möndlum

Hráefni

1 egg eða 1 chia egg (1 msk möluð chia fræ og 2 og 1/2 msk vatn)

2 bollar möndlumjöl (fínmalað ef það er til)

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl (fínmalað ef það er til)

2 msk kókosolía

25 g vegan smjör (kubbur frá Naturli)

12 dropar stevía eða monk fruit 

1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel

1/2 tsk salt

1-3 msk vatn

40 g dökkt súkkulaði (85-100%)

1/4 bolli möndlur, frá Rapunzel

Uppskriftin er unnin í samvinnu við Rapunzel. Ég er mjög hrifin af lífrænu vörunum þeirra, ekki síst vanilluduftinu og hnetunum. Vanilluduftið er dýrt, en það þarf líka mjög lítið af því til að fá mikið og gott vanillubragð. Mun betra en aðrar tegundir sem ég hef prófað.

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C 

Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.

Saxið möndlurnar og súkkulaðið.

Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka og hrísmjöl í skál, saltið og blandið svo vel saman. 

Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búin að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.

Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur), sætuefni, vanilluduft og vegan smjör í litlum bitum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið smjördeig er gert. Bætið vatni saman við eftir þörfum, setjið lítið í einu. Að hnoða þetta deig saman er erfiðara en þegar um venjulegt smákökudeig er að ræða, sérstaklega þegar notað er chia egg. Hnoðið súkkulaðið og möndlurnar saman við og mótið deigið í rúllu. Kælið hana í a.m.k klukkustund.

Skerið í sneiðar og raðið á plötu með bökunarpappír. Það getur verið erfitt að skera því deigið er lausara í sér en venjulegt deig. Maður þarf að nota fingurna til að þrýsta kökunum aðeins saman og móta þær á plötunni. 

Bakið við 180 gráður í 16-18 mínútur. Kælið á rist.

Sítrónusmákökur

Hráefni

1 egg eða 1 chia egg (1 msk möluð chia fræ og 2 og 1/2 msk vatn)

2 bollar möndlumjöl (fínmalað ef það er til)

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl (fínmalað ef það er til)

2 msk kókosolía

25 g vegan smjör (kubbur frá Naturli)

12 dropar stevía eða monk fruit

1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel

1/2 tsk salt

1/2 sítróna, bæði safi og börkur

sletta af vatni ef þarf

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C 

Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.

Þvoið sítrónuna, rífið börkinn og kreistið safann úr henni.

Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka og hrísmjöl í skál, saltið og blandið svo vel saman. 

Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búin að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.

Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur), sætuefni, vanilluduft og vegan smjör í litlum bitum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið smjördeig er gert. Bætið sítrónusafa og 2 msk af berkinum út í og líka vatni eftir þörfum ef deigið verður of sundurlaust. Setjið samt mjög lítið í einu. Stundum nægir sítrónusafinn. Að hnoða þetta deig saman er erfiðara en þegar um venjulegt smákökudeig er að ræða, sérstaklega þegar notað er chia egg. Mótið deigið í rúllu og kælið hana í a.m.k klukkustund.

Skerið í sneiðar og raðið á plötu með bökunarpappír. Það getur verið erfitt að skera því deigið er lausara í sér en venjulegt deig. Oft þarf maður að nota fingurna til að þrýsta kökunum aðeins saman og móta þær á plötunni. Skreytið með afganginum af berkinum. 

Bakið við 180 gráður í 16-18 mínútur og kælið á rist.

Smákökur með sultu

Hráefni

1 egg eða 1 chia egg (1 msk möluð chia fræ og 2 og 1/2 msk vatn)

2 bollar möndlumjöl (fínmalað ef það er til)

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl (fínmalað ef það er til)

2 msk kókosolía

25 g vegan smjör (kubbur frá Naturli)

12 dropar stevía eða monk fruit 

1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel

1/2 tsk salt

1-3 msk vatn

sykurlaus sulta, sjá uppskrift

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C 

Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.

Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka og hrísmjöl í skál, saltið og blandið svo vel saman. 

Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búin að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.

Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur), sætuefni, vanilluduft og vegan smjör í litlum bitum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið smjördeig er gert. Bætið vatni saman við eftir þörfum, setjið lítið í einu. Að hnoða þetta deig saman er erfiðara en þegar um venjulegt smákökudeig er að ræða, sérstaklega þegar notað er chia egg. Mótið deigið í rúllu og kælið hana í a.m.k hálftíma.

Skerið í sneiðar og raðið á plötu með bökunarpappír. Það getur verið erfitt að skera því deigið er lausara í sér en venjulegt deig. Maður þarf að nota fingurna til að þrýsta kökunum aðeins saman og móta þær á plötunni. Búið til holu í hverja köku með þumlinum og fyllið hana af sultu.

Bakið við 180 gráður í 16-80 mínútur og kælið á rist.

Á þessari mynd eru líka piparkökur. Uppskrift að þeim kemur inn á vefinn innan tíðar. Sama má segja um sítrónukremið sem ég prófaði að setja í holuna á sumum smákökunum í stað sultu.

Ekki geyma smákökurnar í lokuðu plastboxi, þá verða þær linar. Geymast vel í frysti en linast pínu við það. Mér finnst reyndar best að borða þær þegar það er pínu frost í þeim 🙂

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.

This website and all its content is owned by Sigridur Petursdottir. The recipes on PurelySigga.com are for personal use only. It’s perhibited for restaurants, coffee shops, bistros, catering services and food production companies to use them without a written permission from the owner. Without such a permission you can’t either republish, copy, change, download or reproduce any recipe or photo on PurelySigga.com