Eftir að hafa bakað mín eigin brauð í þrjú ár fann ég loksins tilbúin brauð sem meltingarkerfið mitt þolir. Þau heita Living Seedful og fást í nokkrum gerðum. Gómsæt brauð sem eru sneisafull af næringarríkum fræjum og án allra þykkingar- og aukaefna. Glútenlaust, vegan og án sykurs eða sætuefna. Einstök matvara flytur þau inn og þau fást m.a. í Vegan búðinni, Heilsuhúsinu og í stundum í Nettó ef mig misminnir ekki.

Hér koma hugmyndir að nokkrum skreyttum brauðsneiðum því mér finnst gaman að föndra, en svo er auðvitað hægt að nota hvaða viðbit sem ykkur hentar.



Þetta var svo skemmtilegt að það munar engu að ég læri að verða smurbrauðsjómfrú, eins og það var kallað í eina tíð 🙂
Greinin er unnin í samstarfi við Einstaka matvöru.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.