Sítrónubúðingur

Sítrónubúðingur

Hráefni

1 dós/ferna af kókosmjólk (Ég nota bæði þykka og þunna hlutann)

2 msk örvarrót

2 msk sítrónubörkur, fínt rifinn

1/4 bolli safi úr sítrónum (oftast nægja 2 sítrónur)

nokkrir dropar stevia eða monk fruit dropar

Lax eða bleikja með dilli, capers og sítrónu

Aðferð

Setjið kókosmjólkina og sítrónubörkinn í pott og pískið vel saman.

Setjið sítrónusafann og örvarrótina saman í skál og hrærið vel saman þar til þið sjáið að örvarrótin hefur leyst upp í vatninu. Hellið því út í blönduna í pottinum og pískið vel saman.

Sætið og smakkið til.

Kveikið undir á lágum hita og hrærið vel saman meðan blandan er að þykkna. Suðan á ekki að koma alveg upp, bara næstum, en þið sjáið þegar blandan er farin að þykkna það vel að það er hægt að mynda form með sleif eða skeið. Þá er potturinn tekin af plötunni og látinn bíða í korter.

Að því liðnu er blandan þeytt vel aftur og sett í glös eða skálar. Kæld í allavega 5 tíma, en er betri eftir nótt.

Sítrónubúðingur

Hægt að skreyta með berjum, hnetukurli eða dökkum súkkulaðispænum, svo dæmi séu tekin.

Athugið að áferðin á þessum búðingi er öðruvísi en sígildum sítrónubúðingum. Ekki eins létt og svolítið seig. Líkari búðingunum sem ég man eftir frá æsku og voru bornir fram heitir.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.