Saltkaramellukonfekt 

Margir gera sér dagamun á Þrettándanum, síðasta degi jóla. Hér er uppskrift að bráðhollum og góðum konfektmolum sem hægt er að gæða sér á. Svo tekur hversdagsleikinn við og það finnst mér nú alltaf ágætt líka 🙂

Hráefni

15 g 85% súkkulaði

30 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

4 msk heslihnetu- og möndlusmjör

1 tsk hreint vanilluduft

1/2 tsk salt

1 bolli saxaðar hnetur, ég notaði kasjú, möndlur og valhnetur frá Rapunzel

1/2 bolli poppað kínúa

2 msk yacon síróp

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Aðferð

Saxið hnetur og möndlur miðlungs gróft.

Bræðið vegan smjör, súkkulaði og heslihnetu- og möndlusmör saman við lágan hita. Það þarf aðeins að hjálpa möndlusmjörinu, kremja með skeið til að það bráðni og samlagist hinu vel. Bætið salti og vanillu saman við og kælið blönduna.

Þegar blandan hefur kólnað er yacon sírópinu hrært vel saman við. Blandið síðan hnetumulningnum og poppaða kínúanu saman við.

Setjið í lítil mót. Nammið er tilbúið nokkrum tímum síðar. Það geymist mjög lengi í frysti og í nokkrar vikur án þess að frysta það. 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.