Salat með steiktum sveppum, spergilkáli og basilíku mayo

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Hráefni

150 g blandað, grænt salat

300 g spergilkál

10-15 sveppir, þeir sem ykkur finnst bestir

1 gulur chilli

1-2 msk hvítlaukur, saxaður

1 dós kjúklingabaunir

1 msk túrmerik, frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar

olía til steikingar

Aðferð

Þvoið salatið og komið því fyrir í stórri skál.

Skiptið spergilkáli niður í kvisti, skerið sveppi og gulan chilli í sneiðar, og saxið hvítlaukinn.

Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum.

Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið spergilkálið fyrst í örlitla stund og bætið svo sveppum, gulum chilli og hvítlauk á pönnuna. Steikið í stutta stund, eða þar til sveppirnir hafa tekið fallegan lit. Saltið og piprið. Takið pönnuna til hliðar.

Hitið aðra pönnu og þurrsteikið kjúklingabaunirnar á henni í smástund. Dreifið túrmerikinu yfir og veltið þeim upp úr því á pönnunni.

Setjið smá ólífuolíu á salatið, saltið og piprið, og bætið svo steikta græmetinu og kjúklingabaununum saman við. 

Með þessu er gott að hafa vegan mayo með ferskri basilíku út í. Aðferðina til að gera vegan mayo finnið þið HÉR og það eina sem þið gerið í viðbót er að bæta við handfylli af basilíku áður en þið blandið mayo-ið með töfrasprotanum.

Verði ykkur að góðu!

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.