Eitthvað verður man að gera við allt rósmarínið í garðinum og eitt af mörgu sem hægt er að gera er að nota það í kokteil, áfengan eða óáfengan. Verði ykkur að góðu! 🙂
Hráefni
1 hluti gin
2 hlutar sódavatn
1 msk ferskur sítrónusafi
1-2 dropar stevía (ef vill)
rósmarín, 1-2 greinar
nokkur korn svartur pipar, frá Kryddhúsinu
klakar
Aðferð
Kreistið safa úr sítrónu og mælið 1 msk út í staup. Setjið klaka, gin, sódavatn, stevíu (ef vill) og svartan pipar í glasið og hrærið saman. Nuddið rósmarín greinina aðeins til að losa um olíuna í jurtinni og setjið greinina út í glasið. Ágætt að hræra aðeins í kokteilnum með henni og koma henni svo fyrir í glasinu. Rósmarín bragðið kemur betur fram skömmu eftir að kokteillinn er blandaður.
Ljómandi fínn drykkur án áfengis líka.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.