Ris a la mande

Hráefni

100 g hrísgrjón

4 dl möndlumjólk

100 g kókosmjólk, þeyttur kókosrjómi

1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

örlítið salt

30 g saxaðar möndlur

Uppskriftin er unnin í samvinnu við Rapunzel.

Aðferð

Þurristið möndlurnar. 

Þeytið kókosrjómann og bragðbætið með vanilluduftinu. 

Látið suðuna koma upp á möndlumjólkinni og saltið aðeins. Bætið hrísgrjónunum út í og sjóðið þau í möndlumjólinni við vægan hita þar til grjónin eru orðin mjúk og blandan aðeins farin að þykkna. Bætið þurrristuðu möndlunum saman við.

Látið hrísgrjónablönduna kólna og hrærið síðan kókosrjómann saman við. Smakkið til með vanillu.

Setjið í desertskál og notið sykurlausa sultu eða ávaxtamauk á milli laga.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.