Rautt pestó

Hráefni

1 krukka sólþurrkaðir tómatar (tómatar og olía 285 g, þar af tómatar 145 g)

1/4 bolli vatn

1/4 bolli graskersfræ, frá Rapunzel

30 g fersk basilíka

2-3 hvítlauksgeirar

1/2 tsk chilli flögur, frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar

Aðferð

Afhýðið hvítlaukinn og skerið í grófa bita. Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Hversu mikið fer eftir smekk. Mér finnst gott að hafa pestóið dulítið gróft.

Geymist vel í glerkrukku í ísskáp. Nýtist t.d. sem álegg á brauð, pizzusósa eða til að bragðbæta soðin hrísgrjón.

Slóð á hvernig á að gera þennan pastarétt.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.