Hráefni
500 g rauðsprettuflök, roðflett og beinhreinsuð frá Hafinu
góð handfylli spínat
100 g gulrótarstrimlar
3 msk tzatziki, frá Kryddhúsinu
salt og svartur pipar
ólívuolía
Aðferð
Skerið gulræturnar í frekar fína strimla.
Steikið gulræturnar aðeins á pönnu og bætið síðan spínatinu út í. Þarf bara augnablik eftir að spínatið er komið út í. Spínatið á að mýkjast en ekki að verða að mauki. Kryddið aðeins með salti og svörtum pipar.
Stráið tzatziki kryddinu, ásamt salti og svörtum pipar, á bakka þannig að það þeki botninn.
Skerið rauðsprettuflökin í tvennt eftir endilöngu og smyrjið örlítlli ólívuolíu á þá hlið sem roðið var á. Leggið hana í kryddið þannig að það þeki þá hlið vel.
Setjið gulrætur og spínat á flakið (þá hlið sem snýr upp og er ekki með kryddi) og rúllið flakinu upp.
Gerið þetta við hin flökin líka.
Setjið í pönnu eða steikingarpott, með smá ólívuolíu í botninum. Hafið lokið á.
Steikið í eigin gufu við mjög lágan hita í 5-7 mínútur. Athugið með fiskinn og látið hann vera lengur ef þarf.
Með þessu er gott að hafa annað hvort hrísgrjón, kartöflustöppu, grænmetismús, sætkartöflumús og síðast en ekki síst góðar spírur.
Uppskriftin er unnin í samvinnu við Hafið og Ecospíra.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.