Rækjusalat

Hráefni

500 g rækjur

3 egg

vegan mayo

100 g ólífuolía

50 g möndlumjólk, án sykurs eða aukaefna. Rude Health virkar best enda er hlutfall mandla þar hærra en í hinum.

tæp msk af safa úr sítrónu

2 tsk indverskt karrý frá Kryddhúsinu

1/2 tsk chilli flögur frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Aðferð

Setjið rækjurnar á hreint viskustykki eða eldhúspappír svo vökvinn renni alveg af þeim.

Harðsjóðið eggin. Setjið þau strax í kalt vatn eftir 12 mínútur.

Á meðan eggin eru að sjóða og kólna er vegan mayo búið til.

Blandið ólífuolíunni og möndlumjólkinni saman með töfrasprota eins og sýnt er í myndbandinu.

Þegar það hefur hlaupið og lítur út eins og venjulegt mayo blandið þið sítrónusafanum og kryddinu saman við og notið töfrasprotann til að það blandist vel saman við. Athugið að það er mjög mikilvægt að nota góða möndlumjólk sem ekki inniheldur sykur eða þykkingarefni. Eins er mikilvægt að innihald af möndlum sé sem mest, annars hleypur þetta ekki nógu vel. Mayo-ið hleypur ekki eins vel ef notaðar eru aðrar gerðir af jurtamjólk og virgin ólífuolía virkar ekki.

Setjið rækjurnar ásamt niðurskornum eggjum út í mayo-ið og blandið vel saman.

Nú er mjög misjafnt hversu þykkt fólk vill hafa rækjusalat, svo þið notið meira eða minna af mayonaisi, eggjum og rækjum eftir smekk. Sama gildir um kryddið. Ekkert heilagt þar. Getur verið mjög gott að setja smá capers út í líka og/eða ykkar uppáhalds kryddjurtir.

Þarna er rækjusalatið á hafrabollum. Uppskriftina að þeim finnið þið HÉR.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.