Rabbarbara mylsnubaka

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Oathly.

Fátt er sumarlegra en rabbarbari og ekki spillir fyrir að þessi er ekki bara gómsæt, heldur holl líka!

Ég notaði vínrabbarbara úr garðinum. Hann er mjög smágerður.

Hráefni

1 og 1/2 bolli rabbarbari, smátt skorinn

1/3 bolli bláber

1/3 bolli jarðarber

5 g vegan smjör

1/2 tsk vanilla

Mylsnan

1 bolli möndlumjöl

1/3 bolli soyamjöl (má líka nota kókosmjöl)

1/3 bolli hrísmjöl

1/3 bolli haframjöl, glútenfrítt (mega vera grófir eða fínir)

1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

ögn af salti

50 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

1/4 bolli möndlumjólk

1/2 bolli pecan hnetur, frá Rapunzel

Aðferð

Hitið ofninn í 190 °C.

Saxið rabbarbarann frekar smátt og jarðarberin í tvennt. Saxið pecan hneturnar nokkuð fínt líka.

Blandið mjöndlumjöli, soyamjöli, hrísmjöli, haframjöli, vanilludufti og salti saman í skál. Skerið vegan smjörið niður í litla bita og nuddið því svo saman við þurrefnin, eins og þegar þið eruð að búa til bökudeig. Þetta er líka hægt að gera í matvinnsluvél, en þá þurfið þið að passa að blanda ekki of mikið. Deigið á að vera svolítið gróft. Blandið síðan hnetunum saman við og að síðustu möndlumjólkinni. Þá á deigið að hanga gróflega saman.

Bræðið vegan smjör á pönnu og hrærið kanil saman við. Þegar það hefur samlagast eru rabbarbari, jarðarber og bláber sett út í og velt upp úr blöndunni í smá stund. Á ekki að sjóða eða verða alveg mjúkt, bara að mýkjast örlítið.

Setjið rabbarbarann og berin í lítil bökuform eða eitt stórt og dreifið deiginu yfir.

Hversu mikla mylsnu þið notið er smekksatriði. Uppskriftin að mylsnunni er nokkuð stór svo ef það verður afgangur má móta úr honum smákökur og baka.

Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 25 mínútur.

Gott að bera fram með þeyttum hafra- eða kókosrjóma og/eða vanillusósu frá Oatly.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Oathly.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.