Pikklaður rauðlaukur og radísur

Hráefni

1 rauðlaukur

4-5 radísur

1 chilli (má sleppa)

1 tsk. heil svört piparkorn

Lögur

1/2 bolli vatn

1/2 bolli eplaedik

1 msk stevíuduft (líka hægt að nota dropa af steviu eða monkfruit)

1 tsk sjávarsalt

Aðferð

Skerið rauðlauk og radísur í örþunnar sneiðar. Einnig hægt að hafa það bita eða báta. Takið fræin úr chilli-inu og skerið það líka í örþunnar sneiðar. 

Setjið vatn, eplaedik, sætuefni og salt í pott og hitið að suðu. Suðan á ekki að koma upp, en ef þið notið stevíuduft þarf það að hafa bráðnað. Smakkið til, hversu sætur eða saltur lögurinn á að vera fer eftir smekk. 

Setjið lauk, radísur, chilli og piparkorn í tvær litlar (eða eina stóra) krukkur, hellið heitum leginum yfir og lokið krukkunni. Látið bíða í a.m.k. klukkustund.

Ath. að krukkurnar séu tandurhreinar. Annað hvort beint úr uppþvottavél eða suða látin koma upp á þeim í potti.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.