Olaf afmæliskaka

Olaf úr Frozen er í miklu uppáhaldi hjá ömmustelpunni svo þegar hún átti afmæli prófaði ég að búa þennan vinsæla snjókarl til úr bananabrauði. Það heppnaðist bara vel svo mér fannst ekki úr vegi að deila uppskriftinni með ykkur ☃️

Líka hægt að gera þriggja hæða tertu úr deiginu, t.d. til að halda upp á krýninguna 👑

Hráefni

2 msk chia fræ

6 msk vatn

3-4 bananar, þroskaðir

2 msk olífuolía

2 tsk kanill

3 tsk matarsódi

2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2-1  tsk salt

1/2 tsk vanillu duft

1 bolli möndlumjólk

3  bollar möndlumjöl

2 bollar haframjöl

1 bolli hrísmjöl

1/2 bolli tapioka

Aðferð

Setjið chia fræin og vatnið í stóra skál og blandið vel saman. Látið bíða í 5 mínútur.

Stappið bananana.

Hrærið ólífuolíunni vel saman við chia egg (chia fræ og vatn) í skálinni og blandið síðan kanil, vanillu og salti saman við. Því næst koma bananarnir, þá möndlumjólkin og lyftiefnin.

Hrærið þurrefnin svo saman við með sleif.

Skiptið deiginu í 3 misstór form. Bakið við 170 gráður í 35-40 mínútur.

Þegar kökurnar eru bakaðar og hafa kólnað á rist, skerið þið Olaf út á eftirfarandi hátt.

Andlit úr stærstu kökunni.

Síðan skerið þið svona út úr mið kökunni þannig að minnsta kakan passi ofan í.

Sú minnsta verður efri hluti búksins.

Skerið svo út fætur úr afskurðinum.

Kökur í barnaafmælum eru oftast skreyttar með sykurmassa, kremi og nammi. Það hentar ekki fyrir sykurlausa köku svo ég notaði bláber til að búa til útlínur, brómber í augu og hnappa, kakó til að skyggja munninn og endann á gulrót fyrir nef.

Ég notaði þeyttan hafrarjóma til að þekja kökuna, en hugsa að þeyttur kókosrjómi hefði ekki verið síðri.

Kakan sómdi sér vel á afmælisborðinu með hinum og féll í góðan jarðveg hjá afmælisbarninu, sem klæddist Frozen kjól í tilefni dagsins.

Það er líka hægt að gera þriggja hæða tertu úr þessari uppskrift.

 

Nú eða muffins.

Einnig er hægt að nota aðrar deiguppskriftir í kökuna, svo sem SúkkulaðikökuSvampbotn eða Köku með valhnetum, möndlum og súkkulaði. En þá er nauðsynlegt að tvö- eða þrefalda uppskriftirnar.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.