Marineraður þorskur í sterkri kryddblöndu

Hráefni

500 g þorskur

Marinering:

2 tsk turmeric duft

1 og 1/2 tsk cumin duft

2 tsk chilli duft

1 tsk piri piri duft

3 hvítlauksgeirar

1 sítróna

3 msk ólífuolía

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður. Skerið þorskinn í u.þ.b. 3 cm. bita. Hreinsið sítrónuna, rífið börkinn fínt og kreistið safann úr henni. Saxið hvítlaukinn fínt.

Setjið kryddið í skál og hrærið síðan sítrónusafa, börk og olífuolíu saman við. Veltið þorskbitunum upp úr marineringunni og látið hann liggja í henni í a.m.k. hálftíma.

Bakað í ofni við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur.

Gott að bera fram með hrísgrjónum og blöndu af spínati og spergilkáli sem hefur verið steikt aðeins upp úr olíu.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.