Kasjúhnetu ostakaka með hindberjahlaupi

Hráefni

botn

1 bolli hnetublanda, t.d. pecan og valhnetur

6 döðlur

1 og 1/2 msk kókosolía

1/2 tsk salt

fylling 

1 og 1/2 bolli kasjúhnetur

1/2 bolli kókosmjólk – þykki hlutinn

3-4 msk safi úr sítrónu

1 og 1/2 – 2 tsk vanilla

1/2 tsk salt

2 msk yacun síróp 

hlaup

1 msk chia fræ

1 msk vatn

1 bolli hindber

nokkrir dropar af stevíu eða monkfruit ef vill

Aðferð

Leggið kasjúhneturnar í bleyti daginn áður. 

Bræðið kókosolíuna. Sigtið vatnið frá kasjúhnetunum.

Setjið allt sem á að fara í botninn í blandara og fínmalið. 

Þrýstið blöndunni vel í botninn á nokkrum smelluformum. Hversu mörg þau eru fer eftir stærð. Það má líka nota eitt stórt form.

Frystið í a.m.k. klukkustund.

Setjið allt sem á að fara í fyllinguna í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til blandan er orðin silkimjúk. Stoppið 1-3 sinnum og skafið hliðarnar með sleikju. 

Þegar blandan er orðin mjúk er henni hellt í mótin ofan á botninn og þau sett aftur í frysti í a.m.k. 4 klst.

Og þá er það hlaupið. Malið chia fræin og setjið þau, vatn og hindber í blandara. Látið hann ganga þar til blandan er orðin mjúk og kekkjalaus. Ég nota ekki sætu, en þeir sem það kjósa geta sett stevíu, monkfruit eða dropa af yacon sírópi út í. 

Hellið í formin og frystið í klukkustund. 

Þarna prófaði ég að nota blöndu af bláberjum og rifsberjum í stað hindberja og það var líka gott.

Takið úr frysti u.þ.b hálftíma áður en kakan/kökurnar eru bornar fram. Þessi er betri á meðan það er smá frost í henni. Má allavega ekki standa of lengi á borðinu.

Ath. Til þess að þessi ostakaka verði góð þarf að nota kraftmikla matvinnsluvél eða blandara.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.