Bökudeig
Hráefni
2 bollar möndlumjöl
1/2 bolli tapioka
1/2 bolli hrísmjöl (eða sætt hrísmjöl sem fæst í Asíu mörkuðunum. Það er fínmalað og snjóhvítt)
3 msk brædd kókosolía
1 egg eða 1 chia egg (1 msk möluð chia fræ og 2 msk vatn)
1-3 msk sódavatn
1/2 tsk salt
Aðferð
Forhitið ofninn í 170°C
Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.
Smyrjið bökunarmótið, eða mótin, með kókosolíu.
Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka, hrísmjöl í skál, saltið og blandið svo vel saman.
Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búnar að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.
Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur) og sódavatn sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið bökudeig er gert. Þetta er erfiðara en þegar um smjördeig er að ræða og stundum þarf að bæta aðeins meira sódavatni út í, sérstaklega ef þið notið chia egg. Deigið á að vera stíft en samt þannig að hægt sé að þrýsta því í mótin.
Ef þið ætlið að baka eina stóra böku er gott að fletja deigið út með kökukefli. Þarf ekki endilega að nota bökunarpappír undir og yfir deigið til að það klessist ekki við keflið, en er samt ágætt.
Annars, skiptið þið deiginu í bökumót og þrýstið því vel niður í mótin. Skeljarnar eiga að vera þunnar.
Bakið við 170 gráður í 20 mínútur.
Ath. Skeljarnar eru nokkuð harðar undir tönn, svo mér finnst betra að baka þær sem litlar bökur. Svolítið erfitt að skera þá stóru.
Fyllið bökuskeljarnar með vanillukremi, þeyttum kókosrjóma og jarðarberjum. Skreytið með granateplakjörnum. Auðvitað getið þið notað þau ber eða ávexti sem eru í uppáhaldi í stað jarðarberja.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.