Indverskur blómkáls- og kjúklingabaunaréttur

Hráefni

1 stór eða 2 litlir blómkálshausar

1 bolli kjúklingabaunir

1/2 bolli grænar baunir (má sleppa)

1 laukur

1 msk smátt skorinn hvítlaukur

1 msk smátt skorinn engifer

2 græn chilli

12 karrýlauf

1 tsk túrmerik

1 tsk cumin

1 tsk chilli duft (eða 1/2 tsk chilli flögur)

2 tsk coriander duft

1 dós saxaðir, lífrænir tómatar

1 dós kókosmjólk

salt og svartur pipar

olía til steikingar

4-6 msk saxaður, ferskur kóríander (má sleppa)

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð 

Ef þið notið þurrkaðar kjúklingabaunir þarf að leggja þær í bleyti yfir nótt. Sigta vatnið frá og sjóða í nýju vatni í klukkustund áður en þið byrjið að elda. Gætið þess að sjóða þær í miklu magni af vatni því þær þrefaldast við suðu. Það er líka í góðu lagi að nota kjúklingabaunir úr krukku eða dós í þennan rétt.

Hreinsið blómkálið og skiptið niður í kvisti. 

Skrælið lauk og saxið í bita. Afhýðið engifer og hvítlauk og saxið smátt. Fræhreinsið chilli og skerið í þunnar sneiðar. Saxið karrýlaufin gróft.

Hitið olíu á pönnu og þegar hún er orðin heit er laukurinn settur á hana. Þegar hann hefur tekið á sig gullinn blæ er engiferi, hvítlauk, chilli og karrýlaufum bætt á pönnuna og allt steikt áfram í stutta stund. 

Setjið kryddið út á; túrmerik, chilli duft, coriander duft og cumin og blandið vel saman við. Saltið og piprið.

Því næst fara tómatarnir á pönnuna, hrærið vel saman og látið þá malla í 1-2 mínútur áður en blómkálskvistirnir eru settir út í. Þetta er látið malla í 10 mínútur. Hrærið annað slagið í svo blandan festist ekki við botninn og sósan blandist vel saman við blómkálið.

Setjið kjúklingabaunir og kókosmjólk út í pönnuna og látið malla áfram í 5-10 mínútur. Setjið grænu baunirnar saman við og bætið við kryddi ef þarf. 

Í lokin er ferska kóríanderinu bætt út í. Það er gert rétt áður en maturinn er borinn á borð. 

Með réttinum er gott að bera fram hrísgrjón og poppadoms. 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.