Hnetusteik með sætkartöflustöppu og sveppasósu

Hnetusteik

Hráefni

140 g grasker

160 g sellerírót

120 g gulrætur

120 g rauðar linsur

3 dl sveppasoð

1 laukur

50 g kasjúhnetur

50 g pecan hnetur

50 g valhnetur

1 msk tapioka 

2 hvítlauksrif

1-2 tsk saxaður engifer

1/2 chilli

1 msk indverskt karrý, frá Kryddhúsinu

1 msk ferskt kóríander (má sleppa)

salt og svartur pipar

ólífuolía til steikingar

Uppskriftirnar eru unnar í samstarfi við Rapunzel og Kryddhúsið.

Aðferð

Saxið laukinn og allt grænmetiið fínt. Þægilegra að nota til þess matvinnsluvél, þar sem þetta er nokkuð mikið magn.

Saxið hneturnar líka fínt.

Hitið olíuna á pönnu (eða víðum potti) og steikið laukinn og linsubaunirnar við lágan hita í nokkrar mínútur. 

Hellið sveppasoðinu út á linsurnar og látið malla þar til vökvinn er nánast horfinn og linsubaunirnar eru orðnar mjúkar, eða í u.þ.b. 15-20 mínútur.

Á meðan er saxaða grænmetið og hneturnar steikt á annarri pönnu ásamt kryddinu. Hrærið blönduna vel saman á meðan. 

Þegar grænmetið er orðið mjúkt, og kryddið hefur blandast vel saman við, er linsubauna- og laukblöndunni úr hinni pönnunni blandað saman við. Hrærið vel saman og þykkið með tapioka sterkjunni þar til blandan er vel þykk og mótunarhæf. Það er svolítið erfitt að segja til um hversu mikið tapioka þarf, þar sem grænmeti er mismunandi blautt. Ef 1 msk nægir ekki, bætið meiru við. 

Kryddið meira ef ykkur finnst þörf á. 

Setjið blönduna á flata ofnplötu og látið hana kólna.

Smyrjið lítil bökunarform með olíu eða klæðið þau með bökunarpappír. Setjið blönduna í formin svo úr verði u.þ.b. 200 – 250 g hleifar. Pressið hana vel niður í formin.

Bakið við 200 gráðu hita í 20-30 mínútur. 

Látið steikurnar hvíla aðeins áður en þær eru teknar úr formunum.

Ef þið viljið gera steikurnar fallegri má setja hnetumulning í botninn á formunum áður en þið setjið blönduna í forminn. Einnig hægt að rista hnetur með kryddjurtum og dreifa yfir steikurnar áður en þær eru bornar fram.

Sveppasósa

Hráefni

4 ostrusveppir, 

6 kastaníusveppir

1/4 laukur 

1 hvítlauksgeiri

3 dl sveppasoð

3 dl möndlumjólk (líka hægt að nota haframjólk)

1 msk tapioka sterkja

1 msk vatn

salt og svartur pipar

ólífuolía til steikingar

Aðferð

Skerið sveppina til helminga og síðan í sneiðar. 

Saxið lauk og hvítlauk.

Hitið olíuna í potti og steikið sveppina þar til þeir hafa brúnast vel. Kryddið með salti og pipar. Bætið lauk og hvítlauk saman við og steikið áfram í u.þ.b. mínútu.

Hellið sveppasoði og möndlumjólk saman við og látið malla í u.þ.b. 5 mínútur. Ef þið viljið bragðbæta sósuna með smá portvínsslettu er hún sett út á sveppina áður en soðið og möndlumjólk er hellt út á. 

Blandið 1 msk af tapioka út í u.þ.b. matskeið af vatni og hrærið saman þar til það hefur samlagast. Hellið tapiokablöndunni smátt og smátt út í sjóðandi sósuna og látið malla í 2-5 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað aðeins. 

Ef ykkur þykir hún of þunn má nota meira tapioka, en ef hún er of þykk er hægt að þynna hana með sveppasoði. Bætið meira salti og svörtum pipar við ef þarf. 

Þið getið líka bragðbætt sósuna með kryddjurtum eins og rósmarín eða blóðbergi. 

Athugið að hægt er að nota aðrar tegundir af sveppum ef það hentar ykkur betur.

Sætkartöflustappa

Hráefni

600 g sætar kartöflur, skrældum

3 dl möndlumjólk (eða haframjólk)

1-2 hvítlauksrif

sletta af ólífuolíu

salt og svartur pipar

Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Aðferð

Skerið sætu kartöflurnar í bita og hvítlaukinn gróft.

Hitið olíuna í potti og veltið kartöflubitunum og hvítlauknum aðeins upp úr henni. 

Kryddið og bætið síðan möndlumjólkinni út í pottinn. Látið malla undir loki í u.þ.b. 20 mínútur. Takið lokið af og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar.

Slökkvið undir og maukið með töfrasprota. Bætið við meira kryddi ef þarf og jafnvel saxaðri steinselju. 

Uppskriftirnar eru unnar í samstarfi við Rapunzel og Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.