Heitt súkkulaði með þeyttum kókosrjóma

Fátt er betra á köldum vetrardegi en heitt súkkulaði. Slíkt er alveg hægt að leyfa sér án þess að nota mjólkurvörur eða sykur. Stevia með karamellubragði finnst mér gera gæfumuninn. Ég nota hana reyndar í allt mögulegt annað, ekki síst í bakstur.

Hráefni

40 g súkkulaði (85-100%)

2 bollar haframjólk

7 dropar karamellustevía, frá Good Good

2 dropar súkkulaðistevía, frá Good Good (má sleppa)

1/2 tsk vanilluduft, frá Rapunzel

1/4 tsk salt

1/2 msk vegan smjör eða kakósmjör, ef þið notið 100% súkkulaði. Annars má sleppa því.

Þeyttur kókosrjómi

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel

Aðferð

Bræðið súkkulaðið (og vegan/kakósmjörið ef þið notið 100% súkkulaði)

Hellið haframjólkinni saman við og hitið að suðu. Hrærið í allan tímann. Það er líka hægt að nota möndlumjólk, en mér finnst haframjólk betri í þessu samhengi.

Bragðbætið með stevíudropum, vanilludufti og salti. 

Þetta súkkulaði er meðal sterkt. Sumir myndu ef til vill vilja hafa bragðið dekkra og þá er bara að auka við magnið af súkkulaði. 

Ljúffengt er að setja slettu af þeyttum kókosrjóma út á rjúkandi súkkulaðið.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.