Hátíðleg heslihnetu og súkkulaðibita terta 

Það hefur verið yndislegt að deila með ykkur uppskriftum á aðventunni fyrir þá sem ekki þola glúten og mjólkurvörur og/eða eru að forðast of mikinn sykur. Ég þakka ykkur frá innstu hjartarótum fyrir alla tölvupóstana, myndirnar og skilaboðin. Ég óska ykkur friðsælla, gómsætra og Gleðilegra jóla!

Hráefni

1 msk chia fræ og 3 msk vatn

1 bolli möndlumjöl 

1 bolli kjúklingabaunamjöl

1/2 bolli tapioka sterkja

1/2 bolli hríshveiti

1 tsk vanilluduft

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 msk ólífu olía

3/4 bolli hreint eplamauk

1/2 bolli möndlumjólk

1/2 bolli heslihnetur

40 g dökkt súkkulaði (85 – 100%)

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Aðferð

Forhitið ofninn í 170 gráður.

Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í fimm mínútur.

Saxið heslihneturnar og súkkulaðið.

Sigtið þurrefnin saman í aðra skál; möndlumjöl, kjúklingabaunamjöl, tapioka og lyftiefni.

Olíunni pískað saman við chia eggið, sem og vanillu og salti. Síðan er eplamaukið hrært saman við og því næst möndlumjólkinni. 

Þurrefnin sett út í og hrært þar til deigið er kekkjalaust. Heslihnetum og súkkulaði blandað varlega saman við.

Sett í lagkökuform, sem klætt er að innan með bökunarpappír og bakað við 170 gráður í 35-40 mínútur. Látið kökuna kólna á rist áður en hún er skreytt þeyttum kókosrjóma og berjum, ávöxtum eða hverju sem ykkur dettur í hug að geti gert hana hátíðlega. Sjálf setti ég til skiptis lag af kókosrjóma og berjum og ávöxtum.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.