Gulróta- og spínat súpa

Gulróta- og spínat súpa

Hráefni

200 g spínat

500 g gulrætur, sem búið er að skræla

60 g engifer, sem búið er að skræla

4 hvítlauksgeirar

1 laukur, meðalstór

1 msk turmerik

1 rauður chilli, lítill

2 msk ólífuolía

1 líter vatn

salt og svartur pipar

Gulróta- og spínat súpa

Gulróta- og spínat súpa

Aðferð

Skerið gulræturnar í sneiðar, afhýðið hvítlaukinn og grófsaxið hann og engiferið. Afhýðið laukinn og saxið í grófa teninga. Fræhreinsið og saxið chili.

Hitið olíuna í potti og setjið síðan allt nema spínatið út í og látið krauma í hitanum í 2-3 mínútur. Hrærið í á meðan. Setjið spínatið útí og haldið áfram að hræra þar til spínatið er orðið frekar lint. Kryddið með salti og svörtum pipar.

Hellið vatninu út í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið malla í 30-40 mínútur. Maukið með töfrasprota. Smakkið til og bætið meiri pipar og salti við ef þarf. Ef þið viljið ekki hafa grófa áferð er gott að hella súpunni í blandara og láta hann ganga þar til hún er silkimjúk.

Gott er að dreifa graskersfræjum yfir og jafnvel skreyta með kókosrjóma.

Gulróta- og spínat súpa