Hráefni
2 kúrbítar
1 og 1/2 msk Grænmetisblanda, frá Mabrúka
2 msk ólífuolía
1 og 1/2 stk rauðlaukur
4 hvítlauksrif
1/2 rauður chilli
1/2 gulur chilli
2 dósir saxaðir, lífrænir tómatar
3 msk tómatþykkni, lífrænt
1 tsk Grænmetisblanda, frá Mabrúka
1/2 bolli svartar ólífur
1/2 – 1 bolli vatn
ólífuolía til steikingar
Aðferð
Skerið kúrbítinn í sneiðar. Setjið þær í stóra skál, tvær matskeiðar af ólífuolíunni og 1 og 1/2 af Grænmetisblöndunni út á. Blandið vel saman og látið marinerast meðan þið gerið sósuna.
Hreinsið og saxið rauðlauk, hvítlauk og chilli. Steikið það um stund á heitri pönnu og þegar það hefur aðeins tekið lit er 1 teskeið Grænmetisblöndu set saman við og síðan tómatþykkni, tómatar og vatn.
Látið malla í u.þ.b. klukkustund. Hrærið upp í sósunni annað slagið og ef hún verður of þykk má bæta meira vatni út í hana.
Grillið kúrbítssneiðarnar á sjóðheitri grillpönnu. Það er nú mjög misjafnt eftir stærð kúrbítssneiðanna, pönnum og jafnvel eldavélarhellum hve langan tíma það tekur, en þið prófið ykkur áfram. Hjá mér var það 3-4 mínútur á fyrri hliðinni og aðeins styttri tími á þeirri seinni.
Setjið sósuna á fat og kúrbítssneiðarnar út á. Gott að hafa grænt salat með.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Mabrúka og Filippo Berio.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.