Grillað grænmeti í sterkum kryddlegi

Grillað grænmeti í sterkum kryddlegi

Hráefni

marinering:

5-6 hvítlauksgeirar

30 g engifer

1 tsk chilli

1/2 tsk malaður kóríander

80 g sólblóma eða ólífu olía

25 g sellerírót

50 g spergilkál

25 g sykurbaunir

50 g gulrætur

10-15 karrýlauf

1 msk olía til steikingar

Grillað grænmeti í sterkum kryddlegi

Aðferð

Stillið ofninn á grill.

Skrælið hvítlaukinn, skafið engiferið og setjið það sem fara á í kryddblönduna í blandara. Blandið saman þar til allt hefur samlagast.

Skrælið sellerírótina og skerið hana í u.þ.b. 1 sentimetra ferninga. Skiptið spergilkálinu niður í kvisti og skerið gulræturnar eftir endilöngu í þunnar ræmur. Sjá mynd.

Veltið grænmetinu upp úr marineringunni og leyfið því að liggja í henni í u.þ.b. 30 mínútur.

Setjið sellerírótina og gulræturnar í eldfast form. Setjið formið á grind undir sjóðheitt grillið, efst í ofninum. Grillið í 5-7 mínútur.

Á meðan er spergilkálið, sykurbaunirnar og karrýlaufin steikt í stutta stund á snöggheitri pönnu, eða þar til það tekur smá lit.

Berið fram með vegan mayonesi með chilliflögum. Bætið chilli dufti eða chilli flögum út í þessa Vegan mayonnaise uppskrift.

Ath. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hvítlauk geta notað minna, og það er líka í fínu lagi að minnka magn af chilli fyrir þá sem ekki eru hrifnir af sterkum mat.

Uppskriftin nægir fjórum sem forréttur, en tveimur ef um aðalrétt er að ræða.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.