Hráefni
2 stór salatblöð (tegundin sem ykkur finnst best)
1/2 avocadó
1/2 gulrót
1/2 paprika
1/2 stilkur sellerí
1 lúka spínat
Spírur að eigin vali
vegan mayonaise með Indversku karrý, frá Kryddhúsinu
Aðferð
Búið til vegan mayo eftir leiðbeiningunum sem finna má HÉR. Setjið út í það 1-2 tsk af Indversku karrýi, svolítið salt og vel af svörtum pipar.
Skerið avocadóið í sneiðar og gulrót, papriku og sellerí í strimla.
Svo er bara að smyrja mayo á salatblöðin og hrúga grænmeti og spírum ofan á áður en þið rúllið blaðinu upp. Hvernig þið raðið í vefjuna og hversu mikið þið notið er algjört smekksatriði. Sama má segja um hvaða grænmeti er notað, þetta er bara uppástunga. Mér finnst líka gott að hafa gúrkur, radísur, kúrbít, rauðrófur og seljurót svo dæmi séu tekin.
Hvað varðar vegan mayo-ið er hægt að hafa það með hvaða bragði sem ykkur líkar. Í uppáhaldi hjá mér er basilíku mayo og líka chilli- og hvítlauksmayo.
Þetta er mjög ferskur og hressandi réttur og hægt að hafa hann sem forrétt eða í hádeginu. Fyrir mig er þetta reyndar fínasti kvöldmatur líka, en margir myndu nú sjálfsagt vilja eitthvað þyngra.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíra og Kryddhúsið.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.