Hráefni
1 dós smjörbaunir
1/4 bolli af safanum úr dósinni
1 og 1/4 bolli kjúklingabaunamjöl
2-3 msk næringarger
1-2 hvítlauksgeirar (má sleppa)
Þeir sem ekki eru vegan geta sleppt helming safans og bætt einu eggi í deigið. Þá verður gnocchi-ð mýkra. Vegan útgáfan er ljómandi fín samt.
Aðferð
Sigtið safann frá baununum. Takið frá 1/4 bolla af safanum.
Hreinsið og skerið hvítlaukinn mjög smátt, eða merjið hann gegnum hvítlaukspressu.
Setjið baunirnar, safann, hvítlauk og næringarger í blandara og látið ganga þar til blandan er flauelsmjúk.
Setjið blönduna í skál og hrærið kjúklingabaunamjölið aðeins saman við og hnoðið svo betur saman í höndunum.
Þegar deigið er orðið samfellt og fallegt, skiptið því þá í fjórar deigkúlur.
Rúllið hverja deigkúlu í langa og frekar fíngerða rúllu. Skerið þær niður í smáa bita.
Setjið vatn í stórann pott og látið vatnið bullsjóða. Setjið litlu deigkoddana út í vatnið og sjóðið í 2-3 mínútur. Þegar þeir fljóta upp á yfirborðið eru þessar bráðhollu, litlu próteinbombur tilbúnar.
Veiðið þær upp úr vatninu og setjið saman við sósu úr tómötum og rífið ferska basilíku yfir. Uppskriftin að þessari sósu er t.d. fín, þið sleppið bara soyahakkinu. Og þessi sósa er góð líka, þið notið þá gnocchi í stað kúrbíts.
Fer vel á því að bera fram helling af grænu salati með réttinum.
Það má að leika sér með gnocchi á ýmsa vegu. Hægt að blanda jurtum eða kryddi saman við það. Í sjálfu sér er allt gnocchi frekar bragðdauft, en tekur í sig bragð þeirrar sósu sem það er sett í.
Það má líka steikja gnocchi (soðið) á pönnu og bera fram með grænu pestói eða bara hverju sem ykkur dettur í hug.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.