Glernúðlur með rækjum

Hráefni

500 g glernúðlur (ég nota úr mungbaunum, líka til úr hrísgrjónum)

500 g rækjur

1 msk chilli duft, frá Kryddhúsinu

2 skarlottulaukar

2 vorlaukar

1 gulur chilli

2 msk engifer, saxaður

3 hvítlauksgeirar

100 g sykurbaunir eða snjóbaunir

1 haus spergilkál

2 msk sesamolía

3 msk tamarind sósa

ólífuolía til steikingar

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Leggið rækjurnar á þurran klút í smá stund svo allur vökvi leki af þeim.

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Mikilvægt að hreinsa þær vel upp úr köldu vatni á eftir, svo þær klessist ekki saman. Ef þær gera það má setja pínu olíu saman við. Svona eins og maður gerir við pasta.

Setjið rækjurnar í stóra skál og veltið þeim upp úr chilli duftinu. Leyfið þeim að draga það í sig í a.m.k. korter.

Hreinsið á meðan og saxið skarlottulauka, hvítlauk og engifer. Sneiðið vorlauk og chilli fínt. Skiptið spergilkálinu í kvisti.

Steikið allt grænmetið á snöggheitri pönnu í smástund. Best að nota wok pönnu, en þar sem ég átti ekki nógu stóra slíka notaði ég venjulega og það var í fínu lagi. Setjið rækjurnar saman við í lokin, þær eiga ekki að steikjast mikið.

Blandið tamari sósu og sesamolíu saman við og síðan núðlunum. Blandið vel saman.

Athugið að glernúðlur eru þessar fíngerðu, glæru og þær eru ekki alltaf úr mung baunum. Stundum úr hrísgrjónum og stundum sætum kartöflum. Ég hef reyndar ekki séð þessar síðastnefndu á Íslandi. Ég nota mungbauna núðlur, því þær eru næringaríkari en hrísgrjónanúðlurnar. Þær fást frá Fiska í Kópavogi, en hrísgrjónanúðlurnar fást víða.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.