Þetta hefur verið uppáhaldsdrykkurinn minn á aðventunni, sérstaklega á frostköldum dögum. Þessi glögg er aldeilis ekki síðri en sú hefðbundna.
Hráefni
2 bollar haframjólk, möndlumjólk eða soyjamjólk
1 tesía JÓLAGLÖGG hátíðar kryddblanda, frá Kryddhúsinu
4 dropar karamellu stevía, frá Good Good
Aðferð
Fyllið annan helming tesíunnar með JÓLAGLÖGG hátíðar kryddblöndu frá kryddhúsinu og lokið síunni. Ef þið eigið ekki tesíu er t.d. hægt að nota grisju.
Setjið haframjólkina í skaftpott, tesíuna út í og hitið að suðu.
Þegar drykkurinn byrjar að sjóða takið þið skaftpottinn af hellunni, hrærið stevíudropana saman við og hellið í tvær könnur eða bolla. Meðan þið eruð að bíða eftir að suðan komi upp er ágætt að hreyfa tesíuna aðeins til í pottinum annað slagið.
Spari er alveg hægt að rífa smá dökkt súkkulaði út í og láta það bráðna saman við mjólkina og/eða setja skvettu af þeyttum kókos- eða hafrarjóma út á.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Good Good.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.