Fylltar sætar kartöflur

Hráefni

2 sætar kartöflur

200 g spergilkál

200 g blómkál

6 hvítlauks geirar

1/2 chilli 

kóríander

1 dós cannelini baunir

2 msk ólífuolía

ólífuolía til steikingar

salt og svartur pipar

Aðferð

Bakið kartöflurnar í ofni í klukkustund við 200°C hita. Meðan þær eru að bakast er fyllingin gerð.

Ég bakaði eina auka kartöflu, til vonar og vara, svo þess vegna eru 3 á myndinni.

Skerið spergilkál og blómkál í frekar smáa bita. Saxið hvítlauk, chilli og kóríander. Steikið allt í smástund á pönnu. Blandið cannelini baununum og kóríandernum saman við í lokin.

Þegar kartöflurnar eru bakaðar, skerið þá aðra þeirra í tvennt og skafið að mestu innan úr helmingunum í skál. Passið samt að það verði svolítið eftir í hýðinu svo það haldi sér þegar fyllingin er sett í. Setjið allt úr hinni kartöflunni líka í skálina og hendið hýðinu af henni.

Stappið sætu kartöflurnar í skálinni með 2 msk ólífuolíu. Það er líka hægt að nota vegan smjör.

Setjið stöppuðu kartöflurnar saman við grænmetis- og baunablönduna á pönnunni og hrærið vel saman.  

Fyllið kartöfluhelmingana með blöndunni. Hægt að rífa vegan ost yfir eða skreyta með kóríander og chilli.

Það er líka hægt að rífa meiri ost yfir og bregða kartöfluhelmingunum undir grill í nokkrar mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Vegan ostur bráðnar þó sjaldnast jafnvel og sá sígildi.

Líka fínt að rífa yfir vegan parmeson án þess að setja inn í ofninn aftur.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.