Frostpinnar

Banana og mangó

Hráefni

1 banani, vel þroskaður

3-4 msk Froosh, með mangó og appelsínu

2 kúfaðar msk kókosmjólk, þykki hlutinn

Aðferð

Allt sett í blandara og maukað þar til það er kekkjalaust.

Hellt í frostpinnamót og fryst í a.m.k. 5 klukkustundir.

Berjablanda

Hráefni

1 banani, vel þroskaður

1 ferna Froosh, með sólberjum, epli, jarðarberjum og acai

2 kúfaðar msk kókosmjólk, þykki hlutinn

Aðferð

Allt sett í blandara og maukað þar til það er kekkjalaust.

Hellt í frostpinnamót og fryst í a.m.k. 5 klukkustundir.

Berjablanda 2

Hráefni

1/2 banani, vel þroskaður

1 bolli frosin berjablanda, það sem ykkur finnst best

1 bolli þeyttur hafrarjómi (má líka nota kókosmjólk, þykka hlutann)

Aðferð

Allt sett í blandara og maukað þar til það er kekkjalaust.

Hellt í frostpinnamót og fryst í a.m.k. 5 klukkustundir.

Sítróna

Hráefni

1/2 banani, vel þroskaður

2-4 msk sítrónusafi

1-2 msk yacon síróp

1 bolli þeyttur hafrarjómi (má líka nota kókosmjólk, þykka hlutann)

Aðferð

Allt sett í blandara og maukað þar til það er kekkjalaust.

Hellt í frostpinnamót og fryst í a.m.k. 5 klukkustundir.

Ath. Það er mjög misjafn hve mikið sítrónubragð fólk vill hafa. Mér finnst gott þegar þeir eru virkilega súrir, enda er ég týpan sem borða sítrónu eintóma. Fjölskyldunni finnst betra að þeir séu sætari. Svo magnið af sítrónusafa á móti sætuefni er bara mín tillaga. Þið getið lagað það til eftir smekk.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.