Fyrir nokkrum árum spurði sálfræðingur mig hvernig ég léki mér. Ég sagðist lesa, skrifa, hlusta á tónlist, baka og horfa á bíómyndir og þætti. Hún sagði það vera hin ágætustu áhugamál en hún hafi ekki ekki verið að fiska eftir þeim. Í framhaldi af því spurði hún hvað mér hefði fundist skemmtilegast að leika mér með þegar ég var stelpa.
Eftir smá hik sagðist ég hafa verið í dúkkulísuleik meiri hluta barnæskunnar. Að klæða þær í mismunandi dress var best. „Farðu þá heim og leiktu þér með dúkkulísur!“, svaraði hún brosandi. Ég hlýddi auðvitað. Fann ekki dúkkulísur, en teiknaði aðeins.
Nokkru síðar hlóð ég niður appi á símann minn þar sem maður velur föt á skvísur og hef leikið mér með það annað slagið síðan.
Oft hefur maður heyrt einhverja segja hve nauðsynlegt það sé að finna barnið í sér, en það er eitthvað svo óljóst. Þetta ráð sem sálfræðingurinn gaf mér hefur hins vegar svínvirkað. Ég hef m.a.s. farið í eltingaleik við sjálfa mig. Reyndar í fyrstu bylgju Covid þegar man var orðin ansi galin.
En í vetur gerði ég líka snjókellingu í fyrsta sinn í áratugi og það er eitthvað það ánægjulegasta sem ég hef brallað lengi.
Það er gaman að leika við börnin sín eða barnabörn, en þeir sem sem eru ekki svo heppnir að vera í miklum samskiptum við ung börn geta samt farið út að leika!
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.