Eggjakaka undir indverskum áhrifum

Hráefni

4 egg

1/3 bolli kókosmjólk úr dós eða lítilli fernu.

1/2 gulur chilli

1/2 tsk túrmerik

10 fersk karrílauf (eða frosin)

6 sveppir

hvítlauksolía til steikingar (líka hægt að nota venjulega olífuolíu)

salt og svartur pipar

Aðferð

Skerið sveppina í 2-3 hluta eftir stærð. Saxið chilli og karrílauf.

Sláið saman eggjum, kókosmjólk og kryddi.

Steikið sveppi, chilli og karrílauf aðeins upp úr hvítlauksolíunni og hellið svo eggjablöndunni yfir. Steikið við lágan hita og þegar eggjakakan er næstum tilbúin er best að nota spaða til að leggja annan helminginn yfir hinn.

Það er mjög mismunandi hversu mikið steikta fólk vill hafa eggjakökuna sína, svo þið hafið það bara eins og ykkur hentar. 

Ég hef stundum bætt smátt skornu spergilkáli í hana líka, eða haft létt steiktan asparagus með. Það er mjög ljúffengt. 

Með þessu er gott að borða fullt af grænu salati og tómata. 

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.