Dal, Dahl eða Daal

Hráefni

300 g klofnar rauðar linsubaunir

600 ml vatn

1/2 laukur

2 msk engifer, saxað

4 hvítlauksrif

1 msk Indverskt krydd, frá Kryddhúsinu

1/4 tsk túrmerik, frá Kryddhúsinu

1/2 tsk chilli flōgur, frá Kryddhúsinu

1 grænmetisteningur, án glútens

1 dós kókosmjólk, þykki hlutinn

1 handfylli af ferskum kóríander

1 tsk límóna, safinn

ólífu olía, til steikingar 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Hreinsið linsurnar í köldu vatni og sigtið vatnið frá. Það er óþarfi að láta þær liggja í bleyti fyrir þennan rétt.

Afhýðið og saxið lauk, hvítlauk og engifer. Saxið kóríander. Þeir sem eru ekki hrifnir af kóríander geta notað steinselju í staðinn.

Steikið aðeins lauk, hvítlauk og engifer í olíunni. Blandið kryddi, kóríander og linsum saman við og veltið því aðeins um í pottinum við áður en vatni og grænmetisteningi er bætt út í. 

Allt látið malla við miðlungshita í u.þ.b. 25-35 mínútur. Þegar tíminn er hálfnaður er kókosmjólkin hrærð saman við. Getur verið misjafnt eftir því hvernig eldavél þið notið, hversu hratt suðan gengur. Mikilvægt er að fylgjast vel með og hræra í annað slagið. Svona svipað og þegar maður sýður grjónagraut og svo er áferðin líka svipuð þegar rétturinn er tilbúinn. Í lokin er svo límónusafanum hrært saman við. 

Borið fram með hrísgrjónum og/eða pappadoms. Ástæðan fyrir að ég mæli með pappadoms í stað Naan er að pappadoms eru án glútens. Gott að hafa slettu af vegan sýrðum rjóma út á.

Ath. Það eru oft notaðir tómatar í dal, en mér finnst það gott svona líka. Heilar rauðar linsur virka alveg ef ekki eru til klofnar, en áferðin verður aðeins öðruvísi og þær þurfa svolítið meiri suðu.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.