Chia grautur

Chia grautur

Hráefni

2 msk chia fræ

2 dl möndlumjólk

1/2 – 1 tsk kanill

Chia grautur

Aðferð

Hellið möndlumjólkinni í skál og setjið chia fræin út í. Það má nota hvaða jurtamjólk sem er, en gætið þess að hún sé án sætu- og aukaefna.

Hrærið saman í allavega 5 mínútur til að koma í veg fyrir að grauturinn verði kekkjóttur. Hann er tilbúinn tveimur klukkustundum síðar, en ég geri grautinn alltaf kvöldinu áður en ég borða hann. Chia fræ þenjast mikið út þegar þau blotna og það er mikilvægt að neyta þeirra ekki án þess að þau séu búin að þenjast út. Annað getur verið slæmt fyrir meltinguna.

Misjafnt er hvort fólki líkar grauturinn þykkur eða þunnur. Ef þið viljið hafa hann mjög þykkan má nota meira af chia fræjum. Það er nú ekki flóknara en svo.

Um morguninn hræri ég kanil og fræjum saman við og set bláber og granatepli út á. Þau fræ sem ég nota eru graskersfræ, hörfræ, hampfræ, sólblómafræ og sesamfræ.

Chia grautur
Mynd: Sunna Ben.

Það er hægt að leika sér endalaust með chia graut. Það má blanda saman við hann kókosrjóma eða glútenlausum höfrum, bragðbæta með vanillu eða kardimommu, og setja sykurlausa sultu eða uppáhalds berin ykkar eða ávexti út á. Mangó og ristaðar kókosflögur eru dásamleg blanda með chia graut og ástríðuávöxt er líka gott að nota. Jafnvel smá límónu eða dökkt, lífrænt kakó.

Þið getið hrært stærri skammt í hrærivél og skipt í krukkur, því grauturinn geymist ágætlega í ísskáp í 4 daga.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.