Bollakökur með bleiku kremi

Hráefni

1 bolli hrísmjöl

1/2 bolli soyamjöl

1/4 bolli tapioka

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk xanthan gum

1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

1 bolli möndlumjólk

1/2 bolli heslihnetur, eða þær sem ykkur líkar best

4 egg

1 msk stevíuduft, frá Good Good

1/2 tsk cream of tartar

Bleikt krem

1 og 1/2 dós vegan rjómaostur, frá Violife – hreinn

1 bolli þeyttur hafrarjómi

10 hindber

1/2 tsk vanilluduft

6 dropar karamellustevía, frá Good Good

Aðferð

Forhitið ofninn í 170°C

Saxið hneturnar.

Sigtið hrísmjöl, soyamjöl, tapioka, vínsteinslyftiduft, vanillu og xanthan gum saman í skál.

Aðskiljið eggin í rauður og hvítur.

Þeytið saman eggjarauður og stevíuduft með handþeytara þar til blandan er létt og ljós. Blandið möndlumjólkinni saman við og þeytið aðeins áfram. Hrærið þurrefnin varlega en vel saman við og síðan hneturnar.

Þeytið eggjahvíturnar með cream of tartar þar til þær eru orðnar hvítar.

Blandið eggjahvítunum varlega saman við deigið í skálinni.

Setjið deigið í muffins form og bakið á 170°C í u.þ.b. 20 mínútur.

Látið þær kólna alveg áður en þið setjið kremið ofan á.

Bleikt krem

Þeytið hafrarjómann og setjið til hliðar.

Setjið hindberinn í blandara og maukið þar til blandan er mjúk og alveg kekkjalaus.

Þeytið saman rjómaost, stevíudropa, u.þ.b. 2 msk af hindberjamaukinu og vanillu í annarri skál þar til það er mjúkt og kekkjalaust.

Blandið hafrarjómanum smátt og smátt saman við og þeytið allan tímann þar til kremið er tilbúið. Kekkjalaust og passlega stinnt til að hægt sé að sprauta því á möffinsin.

Sprautið því á og skreytið með þurrkuðum hindberjum. Nú eða smyrjið því á þau ef ykkur finnst ekki gaman að sprauta.

Fallegt að setja eitt hindber á hverja köku, en ekki nauðsynlegt.
Ég notaði þetta bleika krem líka á Gurru grís, sem ég bakaði fyrir 3 ára afmæli.

Bleika kremið er líka gott á gullrótarköku muffins og muffins úr þessari bananabrauðs köku.

Gleðilegt sumar 🌤

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.