Blóðappelsínu og súkkulaði formkaka

Blóðappelsínukaka aðalmynd

Hráefni

1 msk chia fræ og 4 msk vatn

1 msk olía

1/4 bolli safi úr blóðappelsínu (líka hægt að nota appelsínu) 

1 msk blóðappelsínubörkur fínt rifinn

1/2 bolli eplamauk, án viðbætts sykurs eða aukaefna

1/2 bolli möndlumjólk

1 tsk vanilluduft

1 bolli möndlumjöl

1 bolli kjúklingabaunamjöl

1/2 bolli hrísmjöl

1/2 bolli tapioka

2 msk kakó

1 tsk matarsódi

1 tsk vínsteinslyftiduft

Ofan á

1/4 bolli blóðappelsínusafi

1 msk rifinn blóðappelsínubörkur

1 msk stevíuduft, frá GOOD GOOD

1 tsk örvarrót

Blóðappelsínu safi
Uppskriftin er unnin í samvinnu við Good Good.

Aðferð: 

Hitið ofninn í 170 gráður. 

Setjið chia fræin og vatnið í stóra skál og látið bíða í fimm mínútur. 

Rífið börkinn og kreistið safann úr blóðappelsínunum. Oftast duga tvær blóðappelsínur. Skiptið safanum og berkinum í tvennt. Helmingurinn fer í skálina saman við chia eggið og hinn helmingurinn í lítinn skaftpott. 

Hrærið olíu, vanillu, blóðappelsínusafa og berki vel saman við chia eggið. Blandið eplamaukinu og möndlumjólkinni saman við.

Sigtið þurrefnin saman í aðra skál; möndlumjöl, kjúklingabaunamjöl, hrísmjöl, tapioka, kakó, vínsteinslyftiduft og matarsóda. 

Hrærið þurrefnin saman við blönduna í hinni skálinni með sleif þar til deigið hangir vel saman og er ekki kekkjótt. 

Bakið í aflöngu brauðformi í u.þ.b. 40 mínútur við 170 °C.

Á meðan er stevíuduftið hrært saman við blóðappelsínusafann og börkinn í skaftpottinum og þegar það hefur samlagast er örvarrótinni bætt við. Hitið að suðu við lágan hita og látið svo sjóða aðeins í 2-3 mínútur. Hrærið stöðugt í blöndunni.

Þegar kakan er bökuð er gott að gata hana vel með prjóni og hella svo blöndunni yfir. Hægt að skreyta með blóðappelsínuberki, granateplum eða bara hverju sem hugurinn girnist.

Geymist í kæli.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við GOOD GOOD.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.