Hráefni
2 bollar jurtamjólk, ég hef notað ýmist kókos- eða möndlumjólk
1/2 bolli bláber
10 hindber
1 msk próteinduft með vanillubragði (vegan og glútenlaust)
1 tsk hörfræ
svartur pipar, ef vill
Method
Setjið allt í blandara og látið hann ganga þar til drykkurinn er mjúkur og fínn. Sumir kunna ekki að meta próteinduft og þeir setja þá bara 1/2 tsk af hreinu vanilludufti í staðinn.
Það er líka gott að nota frosna berjablöndu í þennan drykk. Ég frysti alltaf afganga af berjum til að nota í drykki og sultur síðar.
Auðvitað má líka setja svolítið spínat eða avocado út í bústið, en mér finnst gott að hafa grænu drykkina mína með grænmeti eingöngu – og sleppi svo grænmetinu þegar ég fæ mér berja eða ávaxtabúst. En þetta er náttúrulega bara smekksatriði.
Þessi drykkur er mjög saðsamur.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.