Aloo Baingan (Aloo eru kartöflur og Baingan eggaldin)

Hráefni

1 stórt eggaldin 

3 kartöflur, miðlungs stórar 

1 laukur

2-3 tómatar (einnig hægt að nota 8-12 kirsuberjatómata)

1 stór grænn chilli

1/2 msk fínsaxaður hvítlaukur

1/2 msk fínsaxaður engifer

1 tsk cumin fræ

1 tsk turmerik

1/2 tsk rautt chilliduft

2 msk kórianderduft

5 karrý lauf, fersk eða þurrkuð

salt eftir smekk

1/2 bolli olía til steikingar

1 – 1 og 1/2 bolli vatn 

Aðferð

Skerið eggaldin í aflanga bita og kartöflurnar í u.þ.b. 2 cm kubba. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og tómatana í litla bita. Saxið græna chilli-ið og ef þið eruð ekki fyrir sterkan mat skuluð þið fræhreinsa það áður. Hreinsið og fínsaxið hvítlauk og engifer. 

Hitið olíuna á pönnu. Hún á að verða snarpheit og best er að nota wok pönnu. Cumin fræ fara fyrst í olíuna og þegar þau eru byrjuð að poppa og ilma setjið þá laukinn saman við og veltið þar til hann tekur á sig gylltan lit. Laukurinn á ekki að brúnast mikið. 

Næst fara engifer, hvítlaukur og grænt chilli út í og þegar það hefur samlagast lauknum er tómötunum bætt saman við og síðan öllu kryddinu. Hrært saman og látið malla í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir nokkuð mjúkir. Hrærið í annað slagið og bætið vatninu saman við í lokin.

Bætið kartöflum út í og látið malla í 5 mínútur. Setjið eggaldinin út í og blandið vel saman við. Látið malla við lágan hita í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til bæði kartöflur og eggaldin eru orðin mjúk. Hrærið í annað slagið og bætið vatni við ef þarf.

Berið fram með hvítum jasmín hrísgrjónum.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.