Vor í glasi

Hráefni

2 bollar frosin ávaxtablanda, gulir ávextir – mangó, papaya og ananas

1 bolli jurtamjólk, kókos eða möndlu

1/8 bolli límónusafi (ef vill)

1-2 msk vanilluprótein (eða e1 tsk hrein vanilla)

1 tsk kanill

pínu salt

Aðferð

Látið mesta frostið fara úr ávöxtunum, en en ekki þíða þá alveg.

Setjið allt í blandara og látið hann ganga þar til allt hefur samlagast vel og drykkurinn er flauelsmjúkur.

Þeir sem eru ekki fyrir prótein duft geta notað hreina vanillu í staðinn. Svo er auðvitað líka hægt að bæta spínati, avocado eða einhverju grænu í drykkinn en mér finnst skemmtilegra að halda því í grænu drykkjunum mínum. Það er náttúrulega bara smekksatriði.

 

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.